146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[18:17]
Horfa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að hér sé verið að skipa dómara við Landsrétt. Landsréttur mun snerta allt samfélagið, sérstaklega þá sem þurfa að leita úrlausnar dómstóla og þá sem starfa í dómskerfinu. Ég fagna því þó sérstaklega að ráðherra leggi hér fram lista með hæfum einstaklingum af báðum kynjum. Við erum að sjá afar hæfar konur jafnt sem karla í tillögu ráðherra. Og það gleður mig. Allt einstaklingar sem eru mjög hæfir. Það er engin spurning að það er stórt skref að jafnri stöðu kynjanna að svo margar konur veljist í dóminn. Það væri gaman að sjá fleiri fagna því. Þessi 15 manna listi er skipaður reyndum lögfræðingum sem eru verðir fulls trausts okkar. Ég segi já.