146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[18:18]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Ég er sammála hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni um að þeir fulltrúar sem hér eru greidd atkvæði um séu allir hæfir til að gegna þessum mikilvægu störfum. Dómnefnd lagði líka fram 15 manna lista, fólk sem allt var hæft til þess að sinna þeim mikilvægu störfum. Á öðrum listanum eru átta karlar og sjö konur, á hinum listanum eru tíu karlar og fimm konur. Það er gamla Ísland. Ég segi: Listi af hæfu fólki þar sem eru sjö konur hlýtur að vera betri. Ég segi já.