146. löggjafarþing — 79. fundur,  1. júní 2017.

tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara við Landsrétt.

622. mál
[18:23]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Frú forseti. Frá árinu 1920 hafa fjórar konur verið skipaðar hæstaréttardómarar á Íslandi. Fjórar konur, 97 ár. Vegna þess að gamla Ísland á sér margar birtingarmyndir. Þessi mynd á ekki upp á pallborðið hjá minni hlutanum í dag. Látum svo vera. En við ætlum að hafa hana áfram í heiðri. Nýtt dómstig, Landsréttur, vakti vonir um breytingar til betri vegar í þessum málum vegna þess að það skiptir máli. Við greiðum núna atkvæði um lista, fjölbreyttan lista, með 15 hæfum einstaklingum að undangengnu hæfnismati. Sá listi hefur það líka til að bera, sem hefur verið býsna sjaldgæft undanfarin 100 ár, að búa yfir jöfnu kynjahlutfalli. Hæfir einstaklingar, jafnt kynjahlutfall. Ég segi já.