147. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[10:50]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Samkvæmt fylgiriti sést að fyrir framhaldsskólastigið samkvæmt fjárlögum ársins 2017 erum við með 30 milljarða og 298 milljónir til framhaldsskóla. Á árinu 2018, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, erum við með 30 milljarða og 930 milljónir. Þetta er töluvert hærri tala og þvert á það sem hv. þingmaður heldur fram. Þarna er um hækkun að ræða.