147. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[10:55]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir framsöguna. Það er ljóst að ráðherra varð nokkuð tíðrætt um stöðugleika á gengi og að mikilvægt væri að lenda hagkerfi okkar mjúklega, að við þyrftum að passa okkur á þenslu. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að fresta hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustuna til áramóta 2019. Þar af leiðandi verða menn af einum 7, 8 milljörðum, ef ég man rétt. Í staðinn virðast menn hafa sett á skatta upp á tæpa 4 milljarða, sem er veruleg hækkun á eldsneytisgjöldum, áfengisgjöldum og slíkum gjöldum, sem fara auðvitað beint inn í vísitöluna, hækka verðtryggð lán o.s.frv.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort sú aðgerð að hækka þessa skatta sérstaklega sé til þess að slá á þenslu til þess að taka peningana af fólkinu svo ekki verði of mikill kaupmáttur, að hugmyndafræðin sé að tryggja þann stöðugleika sem hæstv. ráðherra varð svo tíðrætt um.