147. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[11:00]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er eins konar spjall lesenda við höfund. Gæti verið uppi í Gerðubergi. Og þá skyldi maður eiginlega ætla að höfundurinn gæti svarað meiru til um innihaldið en lesendur sem eru í rauninni bara að fóta sig í þessu stóra plaggi og átta sig á því. Ég viðurkenni að ég er langt frá því búinn að átta mig á öllum nákvæmum tölum, en stóra samhengið er kannski að skýrast.

Ég vil í fyrra andsvari óska eftir því að ráðherra svari hv. þm. Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur betur: Hve stór hluti af þeirri aukningu sem hæstv. fjármálaráðherra kom inn á eru launa- og verðlagsbreytingar? Og einnig: Er hann að hafna því að horfið hafi verið frá þeirri stefnu sem fyrrverandi ríkisstjórn mótaði, að fjármagnið sem sparaðist við styttingu framhaldsskólanna ætti að haldast inni í kerfinu? Er hann að mótmæla því?