147. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[11:24]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir svar hennar sem ég leyfi mér að túlka með þeim hætti: Nei, það er ekki sérstök þörf að draga saman á nokkurn hátt í útgjöldum hins opinbera.

Annað sem mér kemur í huga eftir ræðu þingmannsins er að við vinnu við fjármálaáætlun í vor lagði hv. þingmaður fram tillögur um verulegar skattahækkanir. Ég tók eftir því í ræðu hennar að þá gagnrýndi hún skattahækkunartillögu ríkisstjórnarinnar og kom mér nokkuð á óvart miðað við þann tillöguflutning sem hún hafði haft áður uppi á vormánuðum þar sem hún flutti tillögur um verulegar skattahækkanir, allt að 1 milljón á hvert heimili á gildistíma fjármálaáætlunar, en þá henta ekki þessir skattar. Hvaða forgangsröðun er í skattahækkunum sem hv. þingmaður getur séð fyrir sér?