147. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[11:30]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni svarið. Ég lít reyndar svo á að þegar fjárlagafrumvarpið hefur verið lagt fram sé þetta sameiginlegt verkefni okkar allra þingmanna. Nú fer þetta úr höndum ráðuneytisins yfir til þingsins.

Ég get sjálfur nefnt atriði sem myndu hjálpa til víða á landsbyggðinni, t.d. ef við skilgreindum flug sem almenningssamgöngur. Það held ég að væri stórt skref í þá átt að vega á móti. Almenningssamgöngur almennt eru orkuvænar, svo ég svari þarna spurningu minni fyrir þingmenn.

Hv. þingmaður sagði: „Alltaf má gera betur í öllum rekstri“. Aðhaldskrafa er í raun og veru krafa um hagræðingu. Hver væri hin eðlilega aðhaldskrafa að mati hv. þingmanns?