147. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[14:00]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hérna er lykilatriðið dreifing. Það snýst um að hægt sé að skattleggja þar sem í rauninni hægt er að skattleggja. Ef við erum með stóran almennan skattstofn eins og tekjuskatt einstaklinga eða virðisaukaskatt hefur það áhrif á alla, sérstaklega þá tekjulágu þegar illa árar. Með fjölbreyttari skattstofnum er hægt að beina skattahækkunum eða -lækkunum mun nákvæmar. Ég skil ekki alveg samhengið í þessu ef hafa má þrepaskiptan persónuafslátt, eins og er verið að tala um hérna, en ekki má vera með þrepaskiptan tekjuskatt. Það er ekkert flókið við þetta, það er enginn sem handreiknar þetta fram og til baka, þetta er rosalega tölvuvætt og einfalt í notkun og við erum búin að búa til rosalega flókin og góð tæki sem gera þetta fyrir okkur. Ég sé ekki að það sé neitt flókið við þetta (Forseti hringir.) þannig að ég sendi bara þessar fullyrðingar aftur til baka og vonast eftir betri útskýringum.