147. löggjafarþing — 3. fundur,  14. sept. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[16:41]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð að viðurkenna að sú leið sem gagnast mér hvað best er að nota líka rafræna skjalið, þ.e. að fara hreinlega í orðaleit til að finna það sem maður hefur áhuga á í þessum mikla doðranti, smáábending fyrir þá sem eru að fylgjast með umræðunni. Svo finnst mér gott að geta lesið og krotað í pappírsútgáfuna. Það er leið sem hentar mér og kannski getur hún hentað fleirum.

Aftur varðandi stóru línurnar. Það er rétt sem hv. þingmaður segir. Auðvitað hefðum við fengið forsmekkinn með fjármálastefnunni og fjármálaáætluninni. Ég hef áhyggjur af því að hér sé það bara að raungerast sem við höfum verið að tala um síðan ríkisstjórnin var mynduð; samfélagið er að færast í þá átt að staða þeirra fer versnandi sem standa veikar, hvort sem það er vegna (Forseti hringir.) þess að þeir búa við fátækt, sjúkdóma, elli eða annað. Því hef ég miklar (Forseti hringir.) áhyggjur af og tel að við þurfum aldeilis að leggjast á eitt í stjórnarandstöðunni til að breyta (Forseti hringir.) því.