147. löggjafarþing — 5. fundur,  18. sept. 2017.

tilkynning forsætisráðherra um þingrof og alþingiskosningar.

[15:30]
Horfa

forsætisráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Forseti Íslands hefur ritað svofellt bréf:

„Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með vísan til 24. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, eins og henni var breytt með 5. gr. stjórnarskipunarlaga, nr. 56/1991, samanber 21. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, er ákveðið að þing verði rofið 28. október 2017 og að almennar kosningar til Alþingis fari fram sama dag.

Gjört á Bessastöðum, 18. september 2017.

Guðni Th. Jóhannesson.

 

_________________

Bjarni Benediktsson.

 

Forsetabréf um þingrof og almennar kosningar til Alþingis.“

 

Virðulegi forseti. Við þekkjum öll aðdraganda þess að ég hef í dag lagt fyrir forseta það bréf sem ég hef hér lesið upp, en það formsatriði er hér með uppfyllt að bréfið sé tilkynnt á Alþingi til að það taki þar með gildi.