147. löggjafarþing — 6. fundur,  26. sept. 2017.

dagskrártillaga.

[13:46]
Horfa

forsætisráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Sú dagskrá sem liggur fyrir þessum þingfundi er niðurstaðan af samtali formanna allra flokka. Ég mótmæli því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum, af tuddaskap, af einhvers konar tilraunum til að nota fólk í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt við þinglok.

Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í neinni stöðu til þess að ráða för í þinginu. Við erum bara þingflokkur eins og aðrir þingflokkar hér. Við styðjum þá dagskrá sem hér er niðurstaða af samtali allra flokka. Allar þessar ásakanir eru rakalausar árásir í aðdraganda kosninga sem hefði í raun og veru ekki verið góður upptaktur fyrir marga þingfundi á Alþingi næstu daga.