147. löggjafarþing — 6. fundur,  26. sept. 2017.

dagskrártillaga.

[13:49]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við skulum ekki flækja málið um of. Þetta er mjög einfalt. Þetta snýst um að breytingar á stjórnarskrá geti farið í gegnum þingið án þess að það þurfi að rjúfa þing og farið svo í hendur þjóðarinnar til að greiða atkvæði um þær. Það er svo einfalt. Ef það er eitthvað að marka það sem þingmenn segja í fjölmiðlum er meiri hluti fyrir þessu á þingi. En einhverra hluta vegna, þegar einn flokkur kemur með einhverjar hótanir um málþóf, skjálfa allir í skónum sínum og enginn þorir að gera neitt. Við erum með meiri hluta. Er það virkilega orðið þannig að Sjálfstæðisflokkurinn ráði öllu hérna inni? Ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki sammála málinu, getum við ekki keyrt það í gegn? Ég bara bið ykkur um að greiða atkvæði samkvæmt ykkar eigin sannfæringu. Við erum ekki einu sinni að tala um að greiða atkvæði um þessa breytingu núna, við erum að tala um að setja þetta á dagskrá fyrir lýðræðislega umræðu. (Gripið fram í.)