147. löggjafarþing — 6. fundur,  26. sept. 2017.

dagskrártillaga.

[14:02]
Horfa

Gunnar Hrafn Jónsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér hafa nokkrir hv. þingmenn lýst áhyggjum af því að verði þessi tillaga samþykkt muni hún tefla í tvísýnu því mikilvæga frumvarpi sem allir eru sammála um og á að koma þessum börnum til bjargar. Það var því mikið ánægjuefni að heyra að hæstv. forsætisráðherra skyldi þvertaka fyrir að hafa nokkurn tímann hótað málþófi eða öðrum afleiðingum af því að samþykkja þetta frumvarp. Ég skil ekki að nokkur maður hérna inni óttist það að hér verði málþóf fyrst hæstv. forsætisráðherra er búinn að lofa því að svo verði ekki. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)