147. löggjafarþing — 6. fundur,  26. sept. 2017.

dagskrártillaga.

[14:12]
Horfa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég frábið mér allar ásakanir um mannvonsku og hræsni og skýringar á því hvað þetta nei mitt þýðir. Mitt nei þýðir ekki að ég telji að þjóðin eigi ekki að einhverju leyti að koma að einhverjum breytingum á stjórnarskrá. Ég tel að það þurfi að vera mun gleggri skil á milli löggjafarvaldsins og stjórnarskrárvaldsins. Ég segi hér að það þarf að vanda til verka þegar við breytum stjórnarskránni. Það þarf að gefa þessu máli tíma, bæði til umsagnar og málsmeðferðar í nefnd. Ég segi nei.