147. löggjafarþing — 6. fundur,  26. sept. 2017.

almenn hegningarlög.

111. mál
[14:34]
Horfa

forsætisráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég nenni einfaldlega ekki að vera að karpa hér um mál sem ekki er á dagskrá og hefur aldrei verið lagt fram á Alþingi og var hroðvirknislega samið með akkúrat því ákvæði sem ég reifaði áðan um að almenningsálitið ætti að ráða för við lagasetningu, (ÞSÆ: Það er búið að taka það út.) sem er algerlega með ólíkindum að menn hafi látið sér detta í hug að hefði eitthvað með lagasetningu á Íslandi að gera. Ég held að það væri nær að þingmaðurinn gerði grein fyrir því hvernig henni datt í hug að gera það að tillögu sinni (Gripið fram í: Þingmaðurinn …) að menn ættu að láta almenningsálitið ráða för við veitingu borgaralegra réttinda. Ímyndið ykkur! Ímyndið ykkur á hvaða brautir við erum komin í þessari umræðu þegar þingmenn leggja hér til að tekið verði til umræðu á Alþingi að almenningsálitið eigi að ráða för þegar borgaraleg réttindi eru annars vegar. Við vorum komin þangað.

Ég ætla ekki að orðlengja þetta. Þetta er einfaldlega frumvarp sem ekki er á dagskrá. Sú umræða verður tekin þegar að því kemur.