147. löggjafarþing — 6. fundur,  26. sept. 2017.

almenn hegningarlög.

111. mál
[15:36]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Mig langar þá að spyrja hv. þingmann í ljósi orða hennar og upptalningar á þeim skilyrðum sem hún telur nauðsynleg til þess að unnt sé að takmarka borgararéttindi hvort hún telji að það sé svo í þessu tilfelli — það er kannski rökrétt afstaða miðað við það að greiða tilteknu frumvarpi atkvæði sitt — jafnvel þótt við myndum ekki fara í endurskoðun á öðrum lögum, jafnvel þótt við myndum ekki veita fólki rétt til að öðlast borgararéttindi sín að nýju. Við getum auðvitað ekkert lofað því hvað næsta þing gerir, það er bara þannig, allir þingmenn eru bundnir af eigin sannfæringu eða þeir sem eru kosnir í framtíðinni. Telur hún að sú skerðing sem hér er lögð til, jafnvel þótt ekkert fleira verði að gert, og frumvarpið eins og hér birtist og það lagaumhverfi sem við það skapast fullnægi þeim þremur skilyrðum sem hún nefndi?