147. löggjafarþing — 6. fundur,  26. sept. 2017.

útlendingar.

113. mál
[18:01]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Ég þakka kærlega andsvarið. Þær hugmyndir sem ég nefndi sem sneru að atvinnuleyfum byggðu vissulega á kanadískri leið. Þá vorum við að hugsa um að hafa ákveðinn lista af störfum sem væri þannig að fólk sem sinnti störfum sem væru á þeim lista ætti auðveldara með að fá dvalarleyfi og einnig að börn og makar þeirra sem fengju sérfræðileyfi gætu fengið miklu tryggara dvalarleyfi en er í boði í dag.

Þær hugmyndir sem hv. þingmaður nefnir voru ekki hluti af þeim pakka, bara svo það sé sagt, en mér líst vel á þær. Ég gæti vel hugsað mér að gera þær að mínum í framtíðinni.