147. löggjafarþing — 6. fundur,  26. sept. 2017.

útlendingar.

113. mál
[18:03]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka enn og aftur fyrir þessa ágætu hugmynd. Ég mun skoða hana vel og gera að minni.

Aðeins til þess að nefna það í framhjáhlaupi sem nefnt var varðandi æskuskiptasamningana þá hafði ég hafið undirbúning á rannsókn á því hvaða samninga við værum að gera og hvaða samninga lönd í kringum okkur hefðu gert. Ég hafði í hyggju að ræða þau mál hugsanlega við utanríkisráðherra í sérstakri umræðu ef tími hefði gefist til. Ég get þá glatt eða hryggt þingmanninn með því að það hefði ekki náðst, en vonandi næst það síðar.

Mín skoðun er sú að þegar við gerum t.d. fríverslunarsamninga í framtíðinni eigum við ekki einungis að horfa á vörur, við eigum líka að horfa á fólk. Við eigum að tryggja að í þeim samningum séu ákvæði t.d. um að menn þurfi ekki vegabréfsáritanir og að það sé tryggt að ungt fólk í viðkomandi löndum geti farið á milli á grundvelli samninga, eins og við nefndum hér.