147. löggjafarþing — 7. fundur,  26. sept. 2017.

almenn hegningarlög.

111. mál
[23:15]
Horfa

Pawel Bartoszek (V):

Frú forseti. Mér þykir rétt að koma hingað upp enda var ég í 1. umr. sá sem hafði hvað mestar efasemdir um frumvarpið af þeim ástæðum sem hér hafa verið settar fram. Ég taldi ekki rétt að leggja fram frumvarp sem myndi skerða borgaraleg réttindi þannig að ef ekkert annað myndi gerast, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað, gæti sú skerðing borgaralegra réttinda orðið varanleg.

Hér er verið að setja efri tímamörk á þessa skerðingu borgaralegra réttinda, sem eru 15 mánuðir. Mér þætti í sjálfu sér best ef sá tími væri 0 mánuður. En ég fellst á þá breytingu sem hefur verið gerð og er samþykkur frumvarpinu í þessari mynd.