147. löggjafarþing — 7. fundur,  26. sept. 2017.

almenn hegningarlög.

111. mál
[23:24]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Aðeins meira óþægilegt. Ég bið ykkur aftur að afsaka truflunina. En virðulegur forseti sagði áðan að það tíðkaðist að vera með almennar stjórnmálaumræður að vori. En fyrir nákvæmlega ári síðan, 26. september 2016, voru einmitt almennar stjórnmálaumræður hér á þingi. Aðstæðurnar voru tiltölulega svipaðar. Það var jú aðeins lengra þing. En mér þætti áhugavert að vita, þó að það sé óvenjulegt, þó að það sé óþægilegt: Ef við förum ekki eftir reglunum, hverjir eiga þá að gera það? Þó að það sé óþægilegt. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)