147. löggjafarþing — 7. fundur,  27. sept. 2017.

útlendingar.

113. mál
[00:08]
Horfa

Frsm. minni hluta allsh.- og menntmn. (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Af hverju gerði minni hlutinn það ekki? Út af því sem ég hef hér að framan rakið. Það hefur ekki verið tími til að taka þessa löggjöf til endurskoðunar og það sem þarf að breyta í henni. Það þarf, eins og ég hef sagt, að skoða lög um útlendinga og kanna hvernig megi bæta meðferð umsókna barna um alþjóðlega vernd, en það hefur enginn bent mér á það hverju þurfi að breyta í lögunum, m.a. af meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar, til þess að forðast svona ákvarðanir um einstaka mál. (Gripið fram í.) Ég hlýt að — það kom skýrt fram á nefndarfundi í dag að þessi löggjöf sé í kringum einstök mál. Og sama, ég tel (Gripið fram í.)— við hljótum að vera setja lög á Alþingi til að sama gildi um öll börn. (Gripið fram í: Hvernig ætlið þið að gera það?)