147. löggjafarþing — 7. fundur,  27. sept. 2017.

útlendingar.

113. mál
[00:10]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Nichole Leigh Mosty) (Bf) (andsvar):

Nei, ég get ekki svarað því. Eins og ég sagði þá lagði ég fram tillögu sem var víðari, sem gætti jafnræðis. Þar sem hv. þingmaður virðist ekki vita um það þá var það frumvarp sem ég lagði til stutt af fjölmörgum þingmönnum hér í þessum sal, held ég úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki, og hefði það verið samþykkt og unnið með er spurning hvort við hefðum náð að vinna með breiðari hóp og unnið til framtíðar að því að framkvæmd þessara laga sé eins og ætlast var til. Ég vil taka fram að hv. þingmaður sat þann sama nefndarfund og ég þar sem var talað um — þetta kom ekki frá mér, það kom úr munni nefndarmanna eða gesta í nefndinni — að efnislega eru lögin skýr en framkvæmd þeirra og túlkun á þeim er það sem veldur því broti sem við ræðum hér.