147. löggjafarþing — 8. fundur,  27. sept. 2017.

útlendingar.

113. mál
[00:45]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Hvernig í ósköpunum er hægt að komast að því að eitt líf geti verið óþarfi? Hæstv. ráðherra talaði hér um að hún ætlaði að bjóða til samræðu allra flokka um endurskoðun útlendingalaga. Það gerði hún þó ekki þegar hún lagði fram málaskrána. Hún gerði það viku seinna eftir að þetta mál komið í deigluna. Vissulega komum við í þá vegferð vegna þess að það skiptir máli að laga þessi lög og gera þau almenn þannig að við sýnum að við séum þjóð meðal þjóða. En hvert barn skiptir máli. Ég fagna samþykkt þessara laga.