147. löggjafarþing — 8. fundur,  27. sept. 2017.

þingfrestun.

[00:55]
Horfa

forsætisráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

„Forseti Íslands gjörir kunnugt:

Að ég, að tilskildu samþykki Alþingis, veiti forsætisráðherra umboð til þess að fresta fundum Alþingis, 147. löggjafarþings, frá 26. september 2017 eða síðar ef nauðsyn krefur.

Gjört í Reykjavík, 26. september 2017.

Guðni Th. Jóhannesson.

_________________

Bjarni Benediktsson.

 

Forsetabréf um frestun á fundum Alþingis.“

 

Samkvæmt þessu umboði og með vísan til samþykkis Alþingis lýsi ég yfir því að fundum Alþingis, 147. löggjafarþings, er frestað.

Virðulegi forseti. Alþingiskosningar munu fara fram 28. október næstkomandi, samanber forsetabréf um þingrof og almennar kosningar til Alþingis sem gefið var út 18. september síðastliðinn. Þingmenn og flokkar ganga nú út í kosningabaráttu í annað sinn á innan við ári.

Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka ykkur öllum sem og starfsmönnum þingsins fyrir samstarfið á því stutta kjörtímabili sem brátt tekur enda. Eins og hér hefur komið fram í kvöld er eitt mikilvægasta og um leið vandasamasta verkefni stjórnmálaflokkanna sem fá brautargengi í komandi kosningum að skapa stöðugleika við stjórn landsins. Ég vona svo sannarlega að gæfan verði okkur hliðholl í þeim efnum, landi og þjóð til heilla.