148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[12:27]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég var að spyrja um sannfæringu þingmanns, hvað hún ætti við og hvað myndi batna í meðförum þingsins. Hvað finnst henni áhugavert og gæti verið hægt að gera betur? Einnig vil ég spyrja um álit hv. þingmanns á fjármálastefnu og fjármálaáætlun í tengslum við lög um opinber fjármál sem kveða á um að fjárlög eigi að byggja á stefnu og áætlun og því að þessi fjárlög séu ekki lögð fram undir gildandi stefnu og gildandi áætlun.