148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[14:12]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra enn og aftur svörin. Ég átta mig á því að hæstv. ráðherra er nýtekin við starfi. Ég get ekki annað en hvatt hana til dáða og óskað henni velgengni í vinnu í þessum gríðarlega mikilvæga málaflokki. Hér verðum við einfaldlega að gera betur. Það er tómt mál að tala um metnað í menntakerfinu okkar, í menntastefnu okkar, ef við látum ekki nauðsynlegt fjármagn fylgja og ef við sinnum ekki grundvallarþörf kerfisins sem er að manna kennarastöður. Það skiptir gríðarlega miklu máli. Við vitum öll um þau tækifæri sem liggja í þekkingariðnaði og í hærra menntunarstigi þjóðarinnar á komandi árum og áratugum og því er gríðarlega mikilvægt að við náum tökum á þeim vanda sem þarna er við að glíma. Takk.