148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[17:26]
Horfa

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er gott er að hæstv. ráðherra kom inn á þetta því ég ætla að koma inn á nákvæmlega sama punkt í seinna andsvari mínu. Jú, það er verið að setja 400 milljónir í framhaldsskólana, sem er aukning upp á 1,8%, en svo flettir maður blaðsíðunni, og þetta er frumvarp hæstv. ráðherra, og þá er talað um 580 millj. kr. aðhaldskröfu. Er þetta þá misskilningur, fer sú aðhaldskrafa út? Eiga framhaldsskólar landsins ekki að uppfylla 580 millj. kr. aðhaldskröfu líkt og stendur í frumvarpinu eins og það er í dag?