148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[17:27]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði áðan er raunaukning upp á 400 millj. kr. inn í framhaldsskólastigið. Svo langar mig að nefna annað sem hv. þingmaður kom inn á er varðar rannsóknir, en hann sagði að ekkert væri sett í rannsóknastarfsemi. Það vill samt þannig til að settar eru 1.250 milljónir í Háskóla Íslands. Af því fara 274 milljónir í rannsóknastarfsemi á vegum háskólanna sjálfra og 250 milljónir í aldarafmælissjóð. Hluti af því fer í rannsóknir. Allt tal um að við aukum ekki fjármuni til rannsókna er hreinlega rangt. (Gripið fram í.)