148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[17:29]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni spurninguna. Hv. þingmaður spyr hver aukningin þyrfti að vera á árinu 2019 og 2020 ef við ætluðum að ná OECD-meðaltalinu og eru þetta um 1,7 milljarðar króna bæði árin. Eins og kemur fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar ætlum við að komast þangað árið 2020. En ég vil líka ítreka að við munum endurskoða reiknilíkanið. Við lítum þá til annarra ríkja, hvað þau hafa verið að gera, og það er mjög náið samstarf á milli háskólanna okkar og háskóla til að mynda í Hollandi og annars staðar á Norðurlöndunum.