148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[17:30]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef ég skil það rétt með áætlun 2019 er þetta rétt tala til þess að ná meðaltalinu, en þá vantar 2020. Ef það væri staðfest væri það fínt.

Annað sem mig langar að spyrja út í er varðandi aðhaldskröfu. Á blaðsíðu 322 segir, með leyfi forseta:

„Gert er ráð fyrir útgjaldasvigrúmi innan ramma málefnasviðsins sem verður notað til að veita framlög í ný eða aukin verkefni, samtals 880,7 millj. kr. eftir að útgjaldasvigrúmið hefur verið lækkað um 827,2 millj. kr. aðhaldskröfu sem gerð er til málefnasviðsins.“

Mér finnst áhugavert hversu rosalega há aðhaldskrafa er gerð á háskólastigið, rúmar 800 milljónir, 20% sýnist mér eða 2%, ég get ekki hugsað í pontu, ég verð að skrifa þetta niður fyrir fram. Aðhaldskrafan er a.m.k. mjög há. Ég sé hana ekki á myndinni sem er fyrir ofan, hvernig hún birtist, eða yfirleitt af hverju hún virkar (Forseti hringir.) sem aðhaldskrafa þegar hún er alltaf tekin af útgjaldasvigrúminu. Við getum ekki fylgst með því í framkvæmd fjárlaga hvernig verið er að útfæra aðhaldið því að ný verkefni hverfa í staðinn.