148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[18:32]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Ég þakka hæstv. ráðherra. Varðandi þann hluta spurningarinnar sem kom ekki fram svar við: Hæstv. ráðherra ræddi um kolefnisgjaldið og frekari hækkun þar. Sér hæstv. ráðherra fyrir sér nýja tekjustofna sem falla undir græna skatta? Sér hann þá fyrir sér að aðrir skattar verði lækkaðir á móti upp á að nýta þetta sem stýringartæki eða sér hann fyrir sér að þetta verði hreinn viðbótarskattur, hverju nafni sem hann eða þeir kunna að heita? Hvað sér hann helst fyrir sér í þeim efnum?