148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[19:16]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Ég er sammála því að það er áhyggjuefni að bilið á milli samgönguáætlana og fjármálaáætlana er meira en nokkru sinni fyrr. Talað var um stórsókn í uppbyggingu samgönguinnviða. Þær tölur sem liggja fyrir núna eru ekki stórsókn í framkvæmdarhlutanum. Ég held að við getum öll verið sammála um það. Það sem er súrt á að horfa er að í umræðum um samgöngumál og uppbyggingu innviða hvað þau varðar fara ekki saman hljóð og mynd þessi missirin. Ég vil brýna samgönguráðherra til góðra verka í þeim efnum en hef ekki frekari spurningar.