148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[19:22]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. samgönguráðherra svaraði nú vel þarna. En það sem mig langar að fá svar við: Eru einhvers staðar á dagskrá mislæg gatnamót Lækjargötu og Reykjanesbrautar? Og síðan er hitt, með hringtorgin, t.d. hringtorgið við Kaplakrika. Það eru eiginlega allt of margar akreinar út af því. Það þarf eiginlega að loka þarna, gera eitthvað á þessu svæði. Það er stór verslun öðrum megin við og svo íþróttasvæðið, knattspyrnusvæðið, hinum megin við. Þarna liggur við stórslysum á hverjum degi.

Ég nefni líka að það verður að finna einhverja varanlega lausn og það fljótlega fyrir fólkið í Setberginu, að komast til og frá. Og hitt sem er einfalt og ætti að kosta lítið, að setja vegrið við Kaplakrika þannig að bílar geti ekki henst yfir á öfuga akrein.