148. löggjafarþing — 3. fundur,  15. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[19:51]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. ráðherra, með því að tala um að þetta gangi svona kaupum og sölum, eins og ég skil það, þá þýðir það það að við séum að losa okkur eiginlega við þessar ofsalega fallegu grænu heimildir okkar og hvað við erum vistvæn og fín. Í staðinn skiptum við á því að láta stimpla okkur eins og við séum eitthvert kjarnorkuveldi hér. Endilega leiðréttu mig, hæstv. ráðherra, ef ég er í bullinu hérna.