148. löggjafarþing — 4. fundur,  16. des. 2017.

útlendingar.

7. mál
[12:55]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Varðandi seinni spurninguna er það alveg skýrt og hefur verið í lögum, að dvalarleyfi á grundvelli náms getur ekki verið grundvöllur ótímabundins dvalarleyfis. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Það er atriði sem væri heppilegt að ræða í áðurnefndum samráðshópi eða vettvangi á hinum pólitíska vettvangi sem ég mun boða til fljótlega, hvort menn telji ástæðu til að skoða það og breyta því.

Seinni spurningin lýtur að börnum námsmanna. Það liggur fyrir að fjölskyldusameiningar eru líka undanskildar, þ.e. ef börn eru stödd í útlöndum. Hins verð ég að viðurkenna að ég þekki ekki hvernig fer með námsmenn sem eignast börn hér. Mér þykir harla ótrúlegt að nýfæddum börnum námsmanna sé vísað úr landi og að þau fái ekki dvalarleyfi. Ef það er svo er auðvitað sjálfsagt að skoða það.