148. löggjafarþing — 5. fundur,  19. des. 2017.

tilhögun umræðna.

[15:50]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Forseti vill geta þess að í ljósi fjölda verkefna sem liggja fyrir þinginu en skammt til stefnu hefur náðst samkomulag um ræðutíma fyrir dagskrárliði 7–12 til að greiða fyrir að málin geti gengið til nefnda. Framsögumaður hefur allt að tíu mínútum og aðrir þingmenn þrjár mínútur, þó þannig að umræða um hvert mál standi ekki lengur en 30 mínútur. Andsvör verða ekki leyfð.