148. löggjafarþing — 6. fundur,  21. des. 2017.

fjáraukalög 2017.

66. mál
[14:02]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Forseti vill árétta við ræðumenn að þeir haldi ræðutímann. Til frekari áréttingar virkar þetta þannig að þegar ræðutíma er lokið og rautt ljós birtist slær forseti tvisvar sinnum nett á þar sem hamarinn hvílir. Það gefur til kynna að forseti fari að slá í bjölluna. Ég slæ síðan laust á þriggja sekúndna fresti. Þegar ræðumenn eru komnir yfir 15 sekúndur byrjar þetta samfellda bjöllugjálfur. Svo ræðumenn átti sig á hvað þetta þýðir fyrir fólk sem heima situr þá er þetta bjöllugjálfur mjög óþægilegt. Það skemmir fyrir ræðunum og skemmir fyrir því að fólk nenni að hlusta á ræðurnar líka.

Ég árétta við ræðumenn að þeir virði ræðutímann.