148. löggjafarþing — 6. fundur,  21. des. 2017.

fjáraukalög 2017.

66. mál
[14:36]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er mjög áhugavert. Það hefur stangast á og litið svo á að hægt sé að sækja þessar heimildir í fjáraukann. En það er einmitt gamla vinnulagið sem átti að breyta með lögum um opinber fjármál, eftir því sem ég best fæ skilið. Ég skil alveg uppborgunina á láninu, allt í lagi, það er alveg mjög skiljanlegt að hún detti inn í fjárauka miðað við allar upphæðirnar sem þar eru, að þær komi ekki inn í varasjóðinn. Það ætti að geta gerst mjög fljótlega.

Hins vegar var mjög fyrirsjáanlegt hvaða upphæðir færu fram úr fjárlögum, t.d. lyf og greiðslur vegna öryrkja og aldraðra. Miðað við núverandi fyrirkomulag hefði átt að sækja fyrr um heimild í fjárauka á tillögum um opinber fjármál, fyrst ekki átti að grípa til almenna varasjóðsins, því að ferlið um það hvort nota ætti almenna varasjóðinn eða hvort fagráðherra ætlaði að standa til í millifærslum innan sviðsins til þess að jafna út hlutdeild, fór aldrei fram. Svörin við þeim spurningum voru bara að fara ætti í fjáraukann. Það var strax í janúar/febrúar. Ef ráðherra skilur hvað ég á við varðandi þann hluta eftirlitsins og framkvæmdina á því að leita að fjárheimildum. Mér finnst aðalmálið í þessu vera hvernig það lítur út að sækja um heimildir eftir á og það sem við ættum að breyta.