148. löggjafarþing — 6. fundur,  21. des. 2017.

fjáraukalög 2017.

66. mál
[15:50]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra þessi svör. Þetta útskýrir langflest af því sem mig langaði til þess að vita og sérlega er áhugavert með að ríkið sé í rauninni að signera, með leyfi forseta, þessa vondu slettu, út í heim að við höfum lánstraust sem er mjög gott.

Vegna forgangsröðunarinnar er aftur á móti spurning hvort vegi þyngra, lækkun vaxtakostnaðar eða lækkun skulda. Áherslan á hvort tveggja er allt í lagi, ég get alveg samþykkt það, en hvort myndi vega þyngra í huga hæstv. ráðherra ef til þess kæmi að það þyrfti að velja milli þeirra kosta og þeir væru í rauninni jafn góðir eða slæmir?