148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:07]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Á sama tíma og kallað er eftir uppbyggingu innviða, stuðningi við barnafólk, aldraða, öryrkja og innspýtingu í heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslu, er verið að gefa eftir tekjur upp á 21,5 milljarða samkvæmt ASÍ, þar af 18 milljarða af ferðamönnum. Okkur í Samfylkingunni finnst þetta nöturleg forgangsröðun. Núna hefði gefist tími til að verja þessum fjármunum til þeirra sem allra verst hafa það í samfélaginu.