148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:08]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Vinstri græn styðja frumvarpið og þær breytingartillögur sem hér koma fram. Hér er verið að gera mikilvægar breytingar á fjármagnstekjuskatti og þar með er verið að nota tækifærið til að dreifa skattlagningu á þá sem mestar tekjur hafa í samfélaginu og taka tillit til þess hvaðan tekjur koma. Vinstri græn eru því eðlilega mjög fylgjandi. Það eru hins vegar ýmsar breytingartillögur frá minni hlutanum sem ég mun koma betur inn á eftir því sem líður á atkvæðagreiðsluna en við styðjum frumvarpið í heild og þær breytingartillögur sem komu frá meiri hlutanum.