148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:22]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með hv. þm. Ólafi Þór Gunnarssyni, ég held að tillagan nýtist fyrst og fremst þeim tekjuhærri. Ég vil þó gleðja hv. þm. Þorstein Víglundsson og þingheim allan með því að í umræðu í gær um húsnæðismál kom sérstaklega fram að ríkisstjórnin hefði í hyggju að endurskoða bótakerfið og m.a. vaxtabæturnar með það að markmiði að þær nýttust fyrst og fremst tekjulægri hópum samfélagsins og ungu fólki. Sú vinna fer í gang. Ég vænti þess að því muni þá fylgja tillögur um breytingar, m.a. á þessum lið. Þess vegna segi ég nei við þessari tillögu hér í dag.