148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:36]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Á hverju ári hafa öryrkjar áhyggjur af því hvort frítekjumark sem ákveðið er í bráðabirgðalögum verði framlengt eða ekki. Ég heyri þær áhyggjur árlega. Þetta er tillaga um að færa það frítekjumark úr bráðabirgðaákvæði yfir í lögin sjálf og fella niður bráðabirgðaákvæðið í 3. tölulið sömu breytingartillögu.

Það er engin efnisleg breyting, það er enginn munur á útgjöldum ríkissjóðs út frá þessu, þetta snýst einfaldlega um að vera ekki að hrella öryrkja á hverju ári. Hins vegar ef 1. töluliður verður felldur dreg ég til baka 3. tölulið breytingartillögunnar.