148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:40]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Þessi tillaga er samhljóða stefnu Miðflokksins um að atvinnutekjur rýri ekki lífeyristekjur, sem er hvetjandi aðgerð, aðgerð sem kemur í veg fyrir félagslega einangrun, aðgerð sem gerir öldruðum sem það kjósa kleift að vinna sér inn tekjur sem hjálpa þeim til að öðlast betri lífsgæði og betri kjör. Þess vegna segi ég já.