148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:42]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Háttvirt öll. Þrátt fyrir að tillagan um að afnema skerðingarnar hafi verið felld fjallar þessi grein um að hækka frítekjumark ellilífeyris almannatrygginga gagnvart atvinnutekjum upp í 100 þúsund krónur, sem er jákvætt skref. Það er samt minna en það var. Það var 109 þúsund og hafði staðið óbreytt mjög lengi. Við ættum að gera betur. Ég greiði atkvæði með þessu því að þetta er þó umtalsvert hærra en þær 25 þúsund krónur sem fyrir liggja. En eins og ég sagði áðan fagna ég framkomnu frumvarpi Flokks fólksins um sama efni.