148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:43]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Hæstv. forseti. Ég greiði atkvæði með þessari nánasarlegu hækkun ríkisstjórnarinnar, sem er ekki í samræmi við loforð sem hæstv. forsætisráðherra gaf á fjölmennum fundi í Háskólabíói í undanfara kosninga. En ég tek undir með síðasta ræðumanni, auðvitað er skárra fyrir aldrað fólk að geta unnið sér inn 100 þúsund kall en 25 þúsund. Ég hef áður sagt að ég efast um að fólk fari úr inniskónum fyrir þennan 100 þúsund kall og flykkist út á vinnumarkaðinn. En engu að síður er það skárra en ekki neitt og þess vegna rétt að styðja þetta.