148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:53]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Herra forseti. Við náum árangri í loftslagsmálum á margvíslegan hátt. Það er ekki nein ein leið í því. Hér er lagt til að sem fyrsta skref verði kolefnisgjald hækkað um 50% og frekari bráðnauðsynlegar hækkanir bíða aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem er langt komið. Það bíður líka greiningar á áhrifum hækkana á kolefnisgjaldi á samfélagsvísu. Sá háttur er í samræmi við ábyrga stjórnunarhætti og trausta stefnumótun í loftslags- og umhverfismálum. Þess vegna tel ég rétt að þessi breytingartillaga nái ekki fram að ganga heldur verði þetta samþykkt óbreytt.