148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[11:55]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Mann er farið að renna í grun að síðasta ríkisstjórn hafi verið mun metnaðarfyllri í loftslagsmálum en sú sem nú situr þrátt fyrir að mikið sé talað um slíkt í stjórnarsáttmálanum.

Það er sorglegt að breytingartillaga hv. þm. Þorsteins Víglundssonar hafi ekki verið samþykkt. Þar fyrir utan er verið að gefa eftir 2 milljarða af tekjum ríkissjóðs, sem hefðu farið langleiðina til að dekka það sem upp á vantar hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítalanum.