148. löggjafarþing — 8. fundur,  22. des. 2017.

málefni fatlaðs fólks og aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum.

28. mál
[12:05]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér greiðum við atkvæði um framlengingu á bráðabirgðaákvæði vegna NPA. Eins og kemur fram í nefndaráliti hv. velferðarnefndar er nefndin samstiga í þessu máli, hún er sammála um að vinda bráðan bug að því að klára lagasetningu sem þarf vegna málsins og fagnar því að á þessu ári verði, þrátt fyrir að ekki sé enn búið að fullklára lögin, bætt í þennan málaflokk og tryggt að fjármagn til fleiri samninga fáist á árinu. Þetta er afar mikilvægt og fagnaðarefni og ég hlakka til atkvæðagreiðslunnar síðar á þessu þingi þegar við afgreiðum þau mál endanlega.